Collection: Aðventudagatal Hexins 2023
Hér er aðventudagatal Hexins í öllu sínu veldi. Þetta verður skemmtileg óvissuferð í aðdraganda jólanna með 24 gjöfum sem vonandi stytta biðina og auka gleðina sem er tengd þessum dásamlega árstíma. Dagatalið verður afhent í nóvember.
Við viljum ekki gefa upp of mikið en hér verður að finna bæði garn og aukahluti fyrir handavinnuna. Ef þú vilt ekki vita meira, þá hættir þú að lesa hér. Fyrir þá forvitnu....
Þá er að finna sjálfmynstrandi hespu, jólahespu, amk 12 minihespur, prjónatösku og hinir ýmsu aukahlutir sem okkur finnst ómissandi í handavinnutöskunni.