Skilmálar
Skilmálar Hex Hex dyeworks
Upplýsingar
Þessi vefur er í eigu Hex Hex dyeworks sem starfar undir King ehf. Í þessum skilmálum notum við orðin “við” og “okkar” um fyrirtækið.
Með notkun þessa vefs samþykkir þú skilmála okkar.
Vinsamlega lestu þessa skilmála vel. Skilmálarnir kunna að verða uppfærðir á hverjum gefnum tímapunkti. Ef þú ert ekki sammála skilmálunum getum við ekki með góðu móti samþykkt að þú notir síðuna eða þá þjónustu sem við bjóðum uppá í gegnum hana.
Hex Hex dyeworks
Ólafsvellir 11
825 Stokkseyri
Ísland
Netfang: hexhexdyeworks@gmail.com
Sími: 6946179
Vsk. nr.: 138063
Kt: 5606202090
Um notkun vefsins
Þér er velkomið að vafra um, kaupa vörur og almennt nota vefinn og það sem hann býður uppá.
Notendum er ekki heimilt að nota neitt af þeim texta, myndum, grafík, vörum sem finnst á vefnum með ólöglegum eða ósamþykktum hætti. Notendur hafa ekki leyfi, til þess að dreifa á þessum vef eða í gegnum þennan vef né neinu af þeim net- eða vefföngum sem kunna að tengjast þessum vef, vírusum, tölvuormum eða öðru sem telst vera eyðileggingartól.
Öryggis- og persónuskilmálar
Þær persónuupplýsingar sem við móttökum þegar viðskiptavinur framkvæmir kaup á þessari vefsíðu, er farið með sem trúnaðarupplýsingar og einungis nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.
Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Ef þú, sem viðskiptavinur okkar, vilt að upplýsingum um þig verði eytt úr gagnagrunni okkar, sendu beiðni um það á hexhexdyeworks@gmail.com.
Kortaupplýsingar er fara í gegnum örugga greiðslugátt hjá Teya (greiðslumiðlun).
Greiðslumáti
Þú getur greitt með millifærslu, korti eða fengið greiðsluseðil í heimabanka.
Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt Teya.
Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni og sendingargjald mun bætast við þegar við á, áður en þú samþykkir kaup og greiðslu.
Sendingarmáti
Greiddar vörur eru sendar með Íslandspósti eða Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar viðkomandi fyrirtækis um afhendingu vöru. Skv. þeim skilmálum berum við ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur til viðtakanda er tjónið á ábyrgð kaupanda. Við stefnum ávalt á að pöntun frá þér sé komin á réttum tíma en um leið getum við ekki ábyrgst tafir eða aðrar uppákomur hjá flutningsaðila, sem verða til þess að pöntun berst seinna en upp var gefið af okkur.
Skattar og tollar
Verð á þessum vef eru birt með virðisaukaskatti. Skattar og tollar gætu bæst á ef sent er út fyrir Ísland. Fyrir pantanir utan Íslands, vinsamlegast hafið samband við hexhexdyeworks@gmail.com
Skila og/eða skipta
Þér er velkomið að skila eða skipta vöru sem þegar er greidd.
Vörur sem ekki er hægt að skila eða skipta:
Útsöluvörur
Gjafakort
Aðventudagatal
Skila vöru og skipta
Viljir þú skila vöru, fæst inneign hjá Hex Hex dyeworks.
Þú þarft að skila vörunni eða skipta í sölulegu ástandi innan 14 daga frá móttöku til þess að fá inneign eða vöru skipt. Vara sem við metum óseljanlega af einhverjum ástæðum, svo sem ef hespa hefur verið undin úr hespuforminu í til dæmis köku eða hnykil, fæst ekki skilað eða skipt.
Sendingarkostnaði varðandi vöru sem skilað er eða skipt, er á kostnað kaupanda nema ef um alvarlegan framleiðslugalla er að ræða, þá greiðist sendingargjald af okkur.
Við berum ekki ábyrgð á vörum sem skilað er eða skipt á meðan þær eru í póstferlinu.
Athugasemd um handlitað garn:
Handlitaðar hespur hafa í eðli sínu litamun eins og aðrir handlitaðir hlutir. Hespur sem jafnvel eru litaðar í sömu lotu geta haft örlítinn litamun, mismiklar spekklur eða aðrar litaáherslur enda er um handverk að ræða ekki verksmiðjuframleiðslu. Litamismunur sem slíkur er þannig ekki talinn sem galli. Við mælum sterklega með að við stærri verkefni sé prjónað úr hespum til skiptis til að draga úr líkum á “litapollum” og fá jafnari dreifingu lita.
Við höfum gert okkar besta til þess að birta liti garnsins sem réttastan, í þessari vefverslun. Við getum því miður ekki ábyrgst að skjár tölvunnar þinnar muni birta hinn rétta lit.
Allt garn sem framleitt er af Hex Hex dyeworks er litað í litlum upplögum og endaútkoman er alltaf, í hvert einasta skipti einstök, þrátt fyrir að reynt sé að fá sem líkasta útkomu í hvert skipti.
Allar líkur eru á því að hespan sem þú færð er ekki 100% eins og myndin sýnir því engar tvær hespur eru nákvæmlega eins. Við gerum þó okkar besta til að þær séu sem líkastar. Því fæst ekki inneign fyrir vöru hafi liturinn ekki skilað sér rétt á tölvuskjá þínum.
Hvert á að senda vöru sem á að skila/skipta
Vörum sem á að skila/skipta þarf að koma á þetta heimilisfang:
Ólafsvellir 11
Bt/Ásdís Björk Jónsdóttir
825 Stokkseyri
Ísland
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur vefverslunar Hex Hex dyeworks, á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.