Hex Hex dyeworks er upphaflega lítið áhugamál sem vatt upp á sig. Ég hef haft mikinn áhuga á handavinnu hverskonar í fjölda ára og prjón hefur verið undanfarin 10 ár, mín slökun og áhugamál. Fyrir mér opnaðist heimur þegar ég uppgötvaði að ég gæti sjálf búið til liti til að prjóna úr og nú gefst fleirum tækifæri til að prófa garnið. 

Ég vel garn frá ábyrgum framleiðendum sem hugsa um velferð dýranna og reyni að vera eins umhverfisvæn og ég get. 

Ef það eru eitthverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband á hexhexdyeworks@gmail.com

Ásdís Björk Jónsdóttir

Hex Hex dyeworks er rekið af hjónunum Ásdísi og Elfari undir merkjum King ehf.