Nafngiftir og innblástur

Nafngiftir og innblástur

Ég vil byrja á því að þakka fyrir þær frábæru mótttökur sem Hex Hex dyeworks hefur fengið undanfarna mánuði. Það hefur verið frábært bæði að kynnast svona mörgum frábærum konum og einnig frekar magnað að sjá sjálfmynstrandi garnið mitt komið í Garnbúð Eddu. 

Nú veit ég ekki með aðra en ég hef oftar en einu sinni keypt eitthvað ákveðið garn bara út af nafninu. Ég á til dæmis helling af sokkum, prjónuðum úr garni með Harry Potter þema í nafninu. Þegar ég fór að hugsa um hvað ég vildi kalla garnið mitt, ákvað ég að það yrði að vera þema. Og það lá beinast við að það væri helgað konum. Ég hef til dæmis notað orð sem hingað til hafa verið notuð niðrandi um konur en ég vil breyta þeim í eitthvað fallegt. Af hverju þarf það að vera slæmt að vera skass? Ég hef notað nöfn merkiskvenna í mannkynssögunni og í Íslandssögunni, því ég vil heiðra þær konur sem komu á undan okkur og gerðu okkur kleift að gera allt það sem okkur dettur í hug, hvort sem það er að ganga í buxum, ganga í skóla, bjóða okkur fram til þings eða jafnvel til embættis forseta. Sjálfmynstrandi garnið mitt fær að heita nöfnum hversdagshetja í mínu lífi, konur sem hafa sigrast á alls kyns erfiðleikum, eru framúrskarandi á sínu sviði eða eru hreinlega yndislegar manneskjur. Ég vona að nafngiftir mínar á garninu hvetji þig einnig til að heiðra þær merkilegu konur sem við eigum bæði í mannkynssögunni og í okkar eigin lífi og veiti þér innblástur í ný og spennandi verkefni. 

Þangað til næst,
Ásdís

Aftur á bloggið

65 athugasemdir

cHBDxUFTvd

DRBFVOcSGIst

XkAvytmPocSLaiWJ

ZoGWuQYO

UKkytcYsiIpf

JUmjYXpwredBRa

qBkefJjmps

RudxwsVQ

TwMUEneS

zTsxBotq

Skildu eftir athugasemd