Kannski komið að öðrum bloggpósti...

Það er ótrúlegt hvað tíminn líður áfram. Hugmyndirnar eru svo margar og klukkustundirnar í sólarhringnum eru svo fáar. Eitt af því sem ég ætlaði mér að gera þegar ég opnaði fyrst vefsíðu fyrir Hexið var að koma með reglulegar bloggfærslur, helst með eitthverjum nytsamlegum upplýsingum. 

En hér eru að minnsta kosti upplýsingar, hversu nytsamlegar er kannski ykkar að dæma. 
Það er komin ný netsíða í loftið, vonandi ykkur til gleði og hægðarauka. Ég hef fengið urmul af athugasemdum síðustu árin um hversu leiðinleg gamla síðan okkar var, ég vona að ykkur finnist þessi betri, að minnsta kosti er ég mjög ánægð með hana.
Ég er að vinna í því verkefni að prjóna prufur af sem flestum litum sem ég ætla síðan að mynda og setja inn á heimasíðuna. Með því ættuð þið að fá hugmynd um hvernig prjónast upp úr litunum. En ég ítreka að það er einungis vísbending, handlitaðar hespur eru aldrei alveg eins, sérstaklega ef langur tími er á milli litana. Það er kannski líka það sem er skemmtilegt við handlitun, hún er alltaf einstök og aldrei 100% eins, þrátt fyrir að við gerum okkar allra besta við að lita á sama hátt. 

Ég vona að þið eigið yndislega síðustu daga sumars og hlakka til að sjá öll fallegu prjónuðu og hekluðu verkefnin ykkar. 

Ásdís 

Aftur á bloggið

Skildu eftir athugasemd